Fyrstu myndirnar úr þáttaröðinni King & Conqueror hafa verið birtar og má skoða hér. Þættirnir voru teknir upp hér á landi fyrr á árinu og verða sýndir á BBC á næsta ári.
Baltasar Kormákur verður yfirframleiðandi og mun einnig leikstýra opnunarþætti myndaflokksins King and Conqueror fyrir CBS og BBC. Nikolaj Coster-Waldau fer með aðalhlutverkið.
Sænski leikstjórinn Lasse Hallström mun vera kominn til landsins að hefja undirbúning þáttaraðar sem byggð er á bók Ragnars Jónassonar Dimmu. Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS stendur að verkefninu í samvinnu við True North.