Kvikmyndamarkaðurinn í Cannes stendur nú yfir á netinu. Variety skýrir frá því að vel gangi að selja kvikmyndina Dýrið eftir Valdimar Jóhannesson. Noomi Rapace og Hilmir Snær Guðnason fara með aðalhlutverkin, en myndin verður frumsýnd 2021.
Fimm stafrænir fyrirlestrar munu fara fram dagana 22. – 26. júní samhliða Kvikmyndamarkaðinum í Cannes (Marché du Film). Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og fagaðilar í kvikmyndageiranum sem taka þátt sem fyrirlesarar eru Kristinn Þórðarson, Ásthildur Kjartansdóttir, Hrönn Sveinsdóttir, Marteinn Þórsson og Tinna Hrafnsdóttir.