Hrútar Gríms Hákonarsonar var valin besta kvikmyndin á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Ljubljana í Slóveníu og hlaut einnig Krzysztof Kieslowski verðlaunin fyrir bestu kvikmynd á Kvikmyndahátíðinni í Denver í Bandaríkjunum. Myndin hlaut einnig Silfurfroskinn í aðalkeppni Camerimage hátíðarinnar í Bydgoszcz í Póllandi.
Einn reyndasti tökumaður íslenskrar kvikmyndagerðar, Bergsteinn Björgúlfsson, er tilnefndur til verðlauna fyrir fyrsta þáttinn af Ófærð á pólsku hátíðinni Camerimage sem tileinkuð er kvikmyndatöku.