Borgríki 2 – blóð hraustra manna eftir Ólaf de Fleur er komin í dreifingu á Spáni á vegum Betta Pictures. Stikla með spænsku tali hefur verið útbúin af þessu tilefni og má sjá hana hér.
Borgríki 2 – Blóð hraustra manna, nýjasta kvikmynd Ólafs de Fleur Jóhannessonar, hefur verið valin til þátttöku á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Rotterdam í Hollandi.
Föstudaginn 31. október gerast þau undur að hvorki meira né minna en sex íslenskar bíómyndir verða í sýningum í kvikmyndahúsum; Borgríki 2, Afinn, París norðursins, Vonarstræti, Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum og Grafir og bein. Tvær þær síðastnefndu verða frumsýndar þennan dag.