Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur fór að sjá Suffragette eftir Sarah Gavron, en myndin opnaði London Film Festival síðastliðið miðvikudagskvöld. Hún minnist meðal annars á ummæli Meryl Streep sem gagnrýndi kynjahalla í gagnrýnendastétt og hvernig það hefur áhrif á viðtökur kvikmynda.
Fúsi Dags Kára hefur verið valin til þátttöku á BFI London Film Festival sem haldin er árlega af Bresku kvikmyndastofnuninni (BFI). Hátíðin fer fram dagana 7.-18. október og verður myndin til sýnis í flokki ástarmynda.