Ásta Hafþórsdóttir hlaut í gær Gullna skjáinn (Gullruten), sjónvarpsverðlaun Norðmanna, fyrir förðun í þáttaröðinni Beforeigners sem norska framleiðslufyrirtækið Rubicon gerði fyrir HBO.
Um þessar mundir má sjá nokkurn hóp íslenskra leikara bregða fyrir í alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkum. Í sjálfu sér ekkert nýtt nema hvað þeir eru óvenju margir þessa dagana. Þarna eru Tómas Lemarquis, Ólafur Darri Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, María Birta Bjarnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.