New Europe Film Sales hefur selt dreifingarréttinn í Frakklandi á kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar Undir trénu til Bac Films, eins helsta dreifingaraðila þar í landi.
Fúsi Dags Kára hefur selst vel um heimsbyggðina að undanförnu og er enn á hátíðarúntinum, nú síðast í Haugasundi og Sarajevo. Variety segir hana í hópi mest seldu norrænu myndanna á síðastliðnum tólf mánuðum.
Alþjóðleg sala á kvikmynd Dags Kára, Fúsi, sem frumsýnd var á yfirstandandi Berlínarhátíð, gengur vel. Franska sölufyrirtækið Bac Films hefur nú selt myndina til Imovision (Brasilíu), September Films (Benelux), Babilla Cine (Kólumbíu) og Europafilm (Noregi). Fyrir kvikmyndahátíðina í Berlín var hún einnig seld til Alamode (Þýskaland og Austurríki) og MCF Megacom (fyrrum Júgóslavía).