Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðssonhlaut aðalverðlaun Anonimul kvikmyndahátíðarinnar sem haldin var við Svartahafið í Rúmeníu um síðastliðna helgi. Verðlaunin voru veitt af áhorfendunum og var Hafsteinn Gunnar viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Þetta eru 8. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.