Anna Sæunn Ólafsdóttir framleiðandi, sem tók þátt í "pitch" keppni Shorts TV á Cannes, þótti vera með bestu stuttmyndarhugmyndina og hlaut að launum fimm þúsund evrur eða um 742.000 krónur. Upphæðin fer uppí kostnað við gerð myndarinnar sem kallast Frelsun og verður leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur.
Þóra Hilmarsdóttir vinnur nú að undirbúningi stuttmyndarinnar Frelsun (Salvation) ásamt framleiðendunum Önnu Sæunni Ólafsdóttur og Evu Sigurðardóttur hjá Askja Films. Verkefnið er kynnt í dag á Shorts TV messunni í Cannes og þú getur stutt það með því að kjósa.