HeimEfnisorðAlief

Alief

Á FERÐ MEÐ MÖMMU seld til Bretlands, Írlands og Póllands

Fransk/breska sölufyrirtækið Alief hefur selt sýningarréttinn á kvikmyndinni Á ferð með mömmu til Bretlands og Írlands annarsvegar og Póllands hinsvegar. Myndin tekur þátt í Glasgow Film Festival sem stendur yfir.

Á FERÐ MEÐ MÖMMU seld til þýskumælandi landa

Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður dreift í þýskumælandi löndum af dreifingarfyrirtækinu Prokino Filmverleih, sem sérhæfir sig í listrænum myndum. Sýningar hefjast hér 24. febrúar.

LEYNILÖGGA seld til Norður Ameríku og Frakklands

Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar hefur verið seld til dreifingar í N-Ameríku og frönskumælandi svæða. Bresk/franska sölufyrirtækið Alief fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, en myndin hefur þegar verið seld til meirihluta helstu markaða.

SKJÁLFTI seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar

Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.

LEYNILÖGGA seld í Evrópu og Asíu

Sölufyrirtækið Alief hefur seld dreifingarréttinn á Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar til ýmissa landa í Evrópu og Asíu. Samningar um dreifingu á Bandaríkjamarkaði eru í vinnslu. Þetta kemur fram í Variety.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR