Fransk/breska sölufyrirtækið Alief hefur selt sýningarréttinn á kvikmyndinni Á ferð með mömmu til Bretlands og Írlands annarsvegar og Póllands hinsvegar. Myndin tekur þátt í Glasgow Film Festival sem stendur yfir.
Á ferð með mömmu eftir Hilmar Oddsson verður dreift í þýskumælandi löndum af dreifingarfyrirtækinu Prokino Filmverleih, sem sérhæfir sig í listrænum myndum. Sýningar hefjast hér 24. febrúar.
Leynilögga Hannesar Þórs Halldórssonar hefur verið seld til dreifingar í N-Ameríku og frönskumælandi svæða. Bresk/franska sölufyrirtækið Alief fer með sölu myndarinnar á heimsvísu, en myndin hefur þegar verið seld til meirihluta helstu markaða.
Skjálfti Tinnu Hrafnsdóttur hefur verið seld til Bandaríkjanna, Kanada, Bretlands og Svíþjóðar. Sölufyrirtækið Alief mun jafnframt kynna myndina á markaðinum í Cannes á næstu dögum.
Sölufyrirtækið Alief hefur seld dreifingarréttinn á Leynilöggu Hannesar Þórs Halldórssonar til ýmissa landa í Evrópu og Asíu. Samningar um dreifingu á Bandaríkjamarkaði eru í vinnslu. Þetta kemur fram í Variety.