Fjórða Sveppamyndin verður frumsýnd í Sambíóunum í október næstkomandi. Tökur hefjast 21. júlí og eru sömu aðalleikarar og í flestum fyrri myndum um ævintýri Sveppa, þ.e. Sverrir Þór Sverrisson, Guðjón Davíð Karlsson og Vilhelm Anton Jónsson.