"Fjölmiðill í þjónustu almennings þarf bæði að skipta máli og koma að gagni. Í yfir 80 ár hefur Ríkisútvarpið verið samferða þjóðinni við leik og störf, boðið upp á fréttir og dagskrá sem upplýsir, fræðir og skemmtir, verið hreyfiafl góðra verka og ávallt staðið vaktina þegar mikið liggur við," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri í upphafsorðum greinar sinnar um stöðu og framtíðarhorfur RÚV.
"Við viljum sinna menningu þjóðarinnar enn betur en gert hefur verið, í útvarpi, sjónvarpi og á vef. Við erum staðráðin í að efla innlenda dagskrárgerð. Sér í lagi þarf að bæta framboð á íslensku leiknu efni og gæðaefni fyrir börn á íslensku enda verður á næstu árum gerð enn ríkari krafa um að Ríkisútvarpið bjóði nýjum kynslóðum Íslendinga upp á vandað íslenskt efni þegar erlent afþreyingarefni á erlendum tungumálum er á hverju strái," segir Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri meðal annars í pistli þar sem hann gerir grein fyrir sýn sinni á hvert RÚV skuli stefna og hvernig megi komast þangað.