Ungur lögfræðingur glímir við geðröskun eftir nauðgun svo hún veit ekki hvort um sé að ræða ímyndun, gerandann sem aldrei fannst eða hvort hún sé ásótt af konu sem var myrt í íbúðinni hennar tveimur árum áður.
Með helstu hlutverk fara Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Unnur Birna Jónsdóttir. Bragi Þór Hinriksson leikstýrir, Helga Arnardóttir skrifar handrit og Valdimar Kúld Guðmundsson framleiðir.













