spot_img

ELDARNIR var mest sótta íslenska myndin 2025

Eldarnir eftir Uglu Hauksdóttur fékk mesta aðsókn íslenskra kvikmynda í kvikmyndahúsum 2025. Sex íslenskar bíómyndir voru frumsýndar 2025 miðað við 10 árið 2024. Heildaraðsókn dregst verulega saman milli ára.

Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2025 nam 47.388 gestum miðað við 102.451 gesti árið 2024. Þetta er um 54% samdráttur milli ára. Leita verður aftur til ársins 2013 til að finna sambærilega aðsókn á íslenskar kvikmyndir.

Heildartekjur námu rúmum 87,5 milljónum króna miðað við 212 milljónir króna árið 2024.

Eldarnir er mest sótta íslenska bíómyndin með rúmlega 15 þúsund gesti.

Markaðshlutdeild íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er 5,8% miðað við 11,3% í fyrra.

Meðalaðsókn á íslenskar bíómyndir 2025 er 5.350 gestir miðað við 10.744 gesti árið 2024, sem er um helmings samdráttur. 

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2025. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem er ákvörðun Klapptrés.

SÆTI TITILL DREIFING TEKJUR AÐSÓKN
1 Eldarnir Max Dreifing 35.166.096 kr 15.142
2 Ástin sem eftir er Max Dreifing 16.275.361 kr 7.656
3 Guðaveigar ** Myndform 17.664.479 kr 7.498
4 Bíó Paradís – Sérsýningar 2025 – ÍSLENSKT * Bíó Paradís 4.408.457 kr 3.791
5 Tulipop: Vetrarsaga Samfilm 2.848.405 kr 2.696
6 The Damned  Max Dreifing 4.107.793 kr 2.592
7 Víkin Samfilm 5.151.770 kr 2.414
8 Fjallið Samfilm 3.123.330 kr 1.605
9 Jörðin undir fótum okkar **** Bíó Paradís 2.711.090 kr 1.540
10 Sigurvilji **** Myndform 2.503.390 kr 1.312
11 Benjamín dúfa 30 ára afmælisútgáfa *** Max Dreifing 815.384 kr 695
11 Snerting ** Max Dreifing 670.210 kr 249
12 Ljósbrot ** Samfilm 373.690 kr 198
SAMTALS 87.544.355 kr 47.388
MEÐALAÐSÓKN                                 5.350
MARKAÐSHLUTDEILD: 5,80%
HEIMILD: FRÍSK | *Ýmsar sérsýningar | **Frumsýnd 2024, tölur eingöngu 2025 | ***Endursýnd, frumsýnd 1995. | ****Heimildamynd.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR