Skemman var í umsjá True North.
RÚV skýrir frá því að leikmunageymslan í Gufunesi sé ein stærsta leikmunageymsla landsins og mikið notuð af nær öllum framleiðslufyrirtækjum í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi. Þar mátti meðal annars finna leikmuni, sett, búninga og tæki frá True North, Hernámssetrinu og Ríkisútvarpinu. Hluti af setti sem var notað í HBO sjónvarpsþáttunum True Detective var í geymslunni.
Í frétt RÚV er rætt við leikmyndahönnuðina Guðjón Sigmundsson og Úlf Grönvold hjá RÚV. Báðir segja þetta áfall fyrir bransann.
Leikmunasafnið geymdi mikil verðmæti
Í frétt RÚV segir einnig að erfitt hafi reynst fyrir sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinn að finna stað fyrir leikmuni. Guðjón hefur unnið sem leikmyndahönnuður í 30 ár og lengi safnað alls kyns munum. Hann bendir á að geymsluhúsnæði séu dýr í rekstri. Úlfur tekur undir og segir að erfitt sé að finna fólk sem vilji borga undir geymslurými.
„Allir hafa notað þetta leikmunasafn og þetta eru ótrúleg verðmæti fyrir þá sem eru að vinna í kvikmyndagerð,“ segir Úlfur.
„En það er dýrt að reka þetta og leikmunasöfn hafa lengi verið á hrakhólum. Öll nema litla geymsla Ríkisútvarpsins.“
Verulegt tjón segir stjórnarformaður True North
Vísir ræðir við Guðjón Davíðsson, stjórnarformann True North:













