Í yfirlýsingu dómnefndar segir:
Myndin býður upp á stórfenglega og þroskaða frásögn, drifna áfram af magnaðri frammistöðu leikara í sögu um örvæntingu, einsemd og oft ósýnilegan sársauka í heimi nútímans. Með ótrúlegri næmni fangar leikstjórinn öflug augnablik og sjónrænt sláandi myndir úr innra heimi persónunnar og skapar djúpa, samúðarfulla mynd af tilfinningalegri flækju mannlegrar tilveru.
Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í fyrra og hefur síðan þá unnið tuttugu og ein alþjóðleg verðlaun.













