spot_img

JÓHANNA AF ÖRK selst víða

Jóhanna af Örk eftir Hlyn Pálmason, systurmynd Ástarinnar sem eftir er, hefur verið seld til dreifingar í Bandaríkjunum og Bretlandi. Myndin var frumsýnd á San Sebastian hátíðinni fyrr í haust.

Deadline skýrir frá.

New Europe Film Sales, sem annast sölu myndarinnar á heimsvísu, hafði áður gengið frá sölu til Spánar, Ítalíu og Póllands. Janus Films mun dreifa myndinni í Bandaríkjunum og Curzon í Bretlandi. Bæði félögin eru stór á sviði dreifingar listrænna mynda.

Myndin, sem er 68 mínútur, fylgir þremur systkinum gegnum árstíðirnar þar sem þau reisa ítrekað riddarafígúru og rústa henni síðan með örvadrífu.

Plakat myndarinnar er hér að neðan.

HEIMILDDeadline
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR