Deadline skýrir frá.
New Europe Film Sales, sem annast sölu myndarinnar á heimsvísu, hafði áður gengið frá sölu til Spánar, Ítalíu og Póllands. Janus Films mun dreifa myndinni í Bandaríkjunum og Curzon í Bretlandi. Bæði félögin eru stór á sviði dreifingar listrænna mynda.
Myndin, sem er 68 mínútur, fylgir þremur systkinum gegnum árstíðirnar þar sem þau reisa ítrekað riddarafígúru og rústa henni síðan með örvadrífu.
Plakat myndarinnar er hér að neðan.














