Vivian Ólafsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson og Jack Fox snúa aftur og verða í lykilhlutverkum í myndinni auk breska leikarans Tom Weston-Jones (Shadow and Bones).
Leikstjóri er hinn finnski Jyri Kähönen (Bordertown) og handritið er eftir Martein Þórissonar, sem einnig skrifaði handrit fyrstu myndarinnar.
Í tillkynningu frá framleiðendum segir að gert sé ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í Sambíóunum næstkomandi haust og síðar víða um heim, þar með talið í Evrópu og Bandaríkjunum. Beta Film sér um dreifingu á myndinni í Evrópu og hefur hún þegar verið seld til Bretlands, Frakklands, Spánar og Póllands. Þá hefur bandaríska dreifingarfyrirtækið Magnolia Pictures tryggt sér réttinn til dreifingar á myndinni í kvikmyndahús og sjónvarp í Bandaríkjunum.
Fyrri myndin, sem frumsýnd var árið 2023, naut mikillar aðsóknar í íslenskum kvikmyndahúsum og seldist til yfir fjörutíu landa, þar á meðal til Bandaríkjanna. Hún byggði þannig upp sterkan grunn fyrir alþjóðlega útgáfu framhaldsins.
Í Tárum úlfsins heldur aðalsöguhetjan Kristín og teymi hennar af stað í nýja og hættulega leit að hinum goðsagnakenndu demöntum nasista, sem sagt er að hafi verið faldir í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Þegar Kristín verður vitni að morði kemst hún á sporið og ásamt félögunum Steve og Einari, reynir hún að ráða dulmál, tónbrot og minjar úr stríðinu sem leiða þau inn á dularfullar söguslóðir Evrópu.
Ferðin ber þau frá íslenskum jöklum til finnskra skóga og neðanjarðarganga í Helsinki, þar sem dramatískur lokaslagur fer fram í eyjaklasa Finnlands. Á leiðinni þurfa þau að glíma við svik, leyndarmál og ógnir fortíðar.
Framleiðendur eru Beggi Jónsson, Kjartan Þór Þórðarson og Skarphéðinn Guðmundsson fyrir Sagafilm á Íslandi, Aðalsteinn Jóhannsson fyrir framleiðslufyrirtækið Þungur hnífur, ásamt Anitu Elsani og Alexander Klein fyrir þýska Splendid Entertainment og Eero Hietala og Sara Nordberg fyrir Take Two Studios og Elsani Film. Tökur fara fram á Íslandi, í Turku á Finnlandi og í Hamborg.
Sagafilm er eitt elsta og atkvæðamesta framleiðslufyrirtæki á Íslandi og hefur í nærri hálfa öld sérhæft sig í framleiðslu á sjónvarpsefni, kvikmyndum og heimildamyndum, auk hvers kyns kvikmyndaframleiðslu fyrir íslenskan og alþjóðlegan markað. Sagafilm er í eigu Skybound Entertainment, 5th Planet Games og Betafilm.
Skarphéðinn Guðmundsson framkvæmdastjóri Sagafilm og einn framleiðenda myndarinnar, segir hana vera mikilvægt framhald á þeirri stefnu Sagafilm að þróa og framleiða í nánu samstarfi við evrópsk og bandarísk framleiðslufyrirtæki metnaðarfull, alþjóðleg og árangursvæn verkefni:













