Magnús segir ennfremur:
Felix er einn leiðinlegasti karakter sem maður man eftir, hann er vissulega hlægilegur og lendir í ýmsum fyndnum uppákomum. Gott hefði verið að veita leiðindunum smá mótvægi, annað hvort með votti af jákvæðni eða með því að styrkja persónugallerýið og dýnamík persónanna. Þegar dramað tekur yfir grínið finnst manni höfundarnir ekki hafa unnið nægilega fyrir persónubreytingum söguhetjunnar.
Þó kvarta megi yfir aðalpersónunum tveimur og hluta framvindunnar fá áhorfendur gullmola inn á milli. Æðisgenginn kvíði Felix yfir því að hafa lánað barnabarninu bíl sinn er kostulegur, sápu-krem Felix er geggjað grín og bifvélavirkjaruglingurinn undir lok seríunnar er algjörlega stórkostlegur.
Útlit þáttanna er heildstætt og sannfærandi, þar sameinast frábær förðun, fínir búningar, geggjuð leikmynd og góð myndataka, svo ekki sé minnst á stórkostlega tónlist Mugisons.
Umsögn Magnúsar í heild má lesa hér.













