Sjá umfjöllun Indiewire um verðlaunin hér.
National Board of Review er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af kvikmyndaáhugafólki í New York. Stofunin hefur verið starfrækt síðan 1909 og veitir verðlaun árlega í byrjun desember. Verðlaunin þykja oft gefa vísbendingar um tilnefningar og verðlaun á þeim hátíðum sem fara senn í hönd, t.d. Golden Globe og Óskarinn.
Stuttlistar vegna Óskarsverðlauna verða kynntir síðar í mánuðinum. Ástin sem eftir er er framlag Íslands til Óskarsverðlauna í ár.













