spot_img

ÁSTIN SEM EFTIR ER valin í hóp fimm bestu alþjóðlegu kvikmynda ársins hjá National Board of Review

Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason er á lista National Board of Review yfir fimm bestu alþjóðlegu kvikmyndir ársins, ásamt meðal annars Sentimental Value og The Secret Agent.

Sjá umfjöllun Indiewire um verðlaunin hér.

National Board of Review er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af kvikmyndaáhugafólki í New York. Stofunin hefur verið starfrækt síðan 1909 og veitir verðlaun árlega í byrjun desember. Verðlaunin þykja oft gefa vísbendingar um tilnefningar og verðlaun á þeim hátíðum sem fara senn í hönd, t.d. Golden Globe og Óskarinn.

Stuttlistar vegna Óskarsverðlauna verða kynntir síðar í mánuðinum. Ástin sem eftir er er framlag Íslands til Óskarsverðlauna í ár.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR