spot_img

ÁSTIN SEM EFTIR ER fær þrenn verðlaun á Ítalíu

Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason hlaut um helgina þrenn verðlaun á 26. Lecce European Film Festival í Róm.

Myndin fékk verðlaun fyrir bestu kvikmyndatöku (Hlynur Pálmason), FIPRESCI verðlaunin (Samtök alþjóðlegra gagnrýnenda) og verðlaun evrópska kvikmyndamiðilsins Cineuropa.

Ástin sem eftir er hefur nú hlotið alls sjö alþjóðleg verðlaun frá því hún var frumsýnd á Cannes hátíðinni í vor.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR