spot_img

Teiknimyndin TULIPOP: VETRARSAGA vinsælasta íslenska kvikmyndin í vikunni

Teiknimyndin Tulipop: Vetrarsaga hefur verið í sýningum síðustu þrjár helgar. Af einhverjum ástæðum fór þetta framhjá Klapptré. Alls nemur aðsókn á þessa 33 mínútna löngu mynd 2,366 gestum hingað til.

458 gestir sáu Víkina í vikunni en alls nemur aðsókn 2,108 gestum eftir þriðju sýningarhelgi.

Sérstök 30 ára afmælisútgáfa á Benjamín dúfu eftir Gísla Snæ Erlingsson er nú í sýningum. Sérstök hátíðarsýning fór fram í vikunni sem leið. Alls sáu myndina 202 gestir um helgina, en 412 með forsýningu.

145 sáu Eldana í vikunni, en alls nemur gestafjöldi 14,984 manns eftir tíundu sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 10.-16. nóv. 2025

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
3 Tulipop: Vetrarsaga 476 2,366
3 Víkin 458 (859) 2,108 (1,650)
Benjamín dúfa-30 ára afmæli 202 (helgin) 412 (með forsýningu)
10 Eldarnir 145 (259) 14,984 (14,839)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR