Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Bosphorus Film Festival og Saga Garðarsdóttir besta leikkonan. Björn Viktorsson hljóðhönnuður tók á móti verðlaununum fyrir þeirra hönd, en Saga Garðarsdóttir flutti þakkarræðu í mynd (flettið aftast):
View this post on Instagram
Ástin sem eftir er hlaut einnig sérstaka viðurkenningu dómefndar á Film Fest Gent í Belgíu í seinnihluta október. Dómnefndin segir hana „mjög frumlega og ljóðræna mynd sem bæði höfði sterkt til tilfinninga og sé afar listræn, með skemmtilegri blöndu af gamansemi og samkennd.“













