spot_img

ÁSTIN SEM EFTIR ER fær tvenn verðlaun í Tyrklandi og einnig í Belgíu

Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason hlaut á dögunum tvenn verðlaun á Bosphorus Film Festival í Tyrklandi. Myndin hlaut einnig verðlaun á Film Fest Ghent í Belgíu fyrir skömmu.

Hlynur Pálmason var valinn besti leikstjórinn á Bosphorus Film Festival og Saga Garðarsdóttir besta leikkonan. Björn Viktorsson hljóðhönnuður tók á móti verðlaununum fyrir þeirra hönd, en Saga Garðarsdóttir flutti þakkarræðu í mynd (flettið aftast):

Ástin sem eftir er hlaut einnig sérstaka viðurkenningu dómefndar á Film Fest Gent í Belgíu í seinnihluta október. Dómnefndin segir hana „mjög frumlega og ljóðræna mynd sem bæði höfði sterkt til tilfinninga og sé afar listræn, með skemmtilegri blöndu af gamansemi og samkennd.“

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR