Niðurstaða Magnúsar er þessi:
Á Reykjavík Fusion fá áhorfendur að bragða á vönduðu sjónvarpsefni með frábærri umgjörð og spennuþrungnum hasar. Handritshöfundum tekst þó ekki að skapa þrívíðar persónur sem manni þykir annt um. Þar hefði mátt slaka aðeins á spennandi fléttunni og í staðinn styrkja samtöl, dýnamík og persónusköpun.
Þrátt fyrir asnastrik og bjánalegar ákvarðanir Jónasar hélt Ólafur Darri samúð minni. Hera Hilmars tónaði illa við aðra leikara með ýktum og daðurslegum leik. Af aukapersónum stóðu yngri leikarar sig betur en þeir eldri, þar eru fremstar í flokki Unnur Birna, Molly Carol og Iðunn Ösp.
Allt í allt er Reykjavík Fusion þrusufín afþreying þar sem glæpasagan trompar veitingastaðardramað.
Lesa má umsögnina í heild hér.













