Gaukur Úlfarsson er leikstjóri þáttanna sem fjalla um Hrólf sem er tæplega fertugur einstæður faðir sem er í frekar miklu veseni. Hann stendur frammi fyrir stórum áskorunum eins og að finna sér vinnu og afla tekna. Það gengur á ýmsu í þessari æsispennandi atvinnuleit. Hann hefur hingað til verið vafinn inn í bómull af fjölskyldu sinni. Hann er af broddborgaraættum sem á næga peninga og hefur því komist upp með að gera lítið. Þegar honum er sagt upp störfum í fjölskyldufyrirtækinu vandast málið. Þá þarf hann að læra að standa á eigin fótum. Hann hefur þó sínar eigin hugmyndir um hvernig sé best að afla sér tekna og fyrr en varir fara skuldirnar og vesenið að hrannast upp.
Jóhann Alfreð Kristinsson leikur Hrólf en í öðrum hlutverkum eru Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA, Anna Hafþórsdóttir, Saga Garðarsdóttir Björn Bragi og Hákon Jóhannesson.













