spot_img

[Stikla, plakat] Spennumyndin VÍKIN eftir Braga Þór Hinriksson kemur í bíó 30. október

Ný spennumynd, Víkin, eftir Braga Þór Hinriksson verður frumsýnd þann 30. október.

Víkin var tekin upp í fyrrasumar í Fljótavík á Hornströndum – „í kyrrþey“ eins og Bragi Þór orðar það í spjalli við Klapptré.

Myndin fjallar um óhamingjusöm hjón sem þola varla að vera í návist hvors annars en koma í einkabústað sinn til reglubundinnar sumardvalar fjarri öllum skarkala og áreiti hversdagsins. Sumarfríi þeirra er hins vegar snúið á hvolf þegar bandarískur ferðamaður bankar uppá og tekur þau í gíslingu í annarlegum tilgangi sem skekur bæði hjónaband þeirra og tilveru. Í kjölfarið hefst barátta upp á líf og dauða og gömul leyndarmál á milli hjónanna sem ekki þola dagsins ljós brjótast upp á yfirborðið.

Örn Árnason fer með aðalhlutverkið og er þetta í fyrsta sinn sem hann fer með viðlíka hlutverk í kvikmynd. Margrét Ákadóttir leikur hina óþægilegu og skapstyggu eiginkonu Arnar og Ellert Ingimundarson fer einnig með lykilhlutverk í myndinni. Aðrir leikarar eru meðal annars Leifur Sigurðarson sem er hálf nýsjálenskur og upprennandi stjarna á alþjóðavettvangi. Leifur hefur leikið í stórum verkefnum á borð við Mortal Engines (Peter Jackson) og Vikings Valhalla þáttunum.

Víkin verður frumsýnd í Sambíóunum og um land allt 30. október.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR