Í úrskurði dómnefndar segir að mynd Rúnars hafi heillað strax frá upphafi og að myndin afhjúpi flókinn veruleika fíknar. Í aðalhlutverki er Ingvar E. Sigurðsson. Þetta eru 18. alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.
Úrskurður dómnefndarinnar var svohljóðandi.
Verðlaunaféð er 5.000 evrur, eða um 713 þúsund krónur. Þau eru kostuð af samtökum danskra kvikmyndaleikstjóra og samtökum sænskra kvikmyndaleikstjóra.

Hanna Björk Valdsóttir hlýtur Nordic Documentary Producer Award, sem veitt eru framúrskarandi framleiðendum heimildamynda.
Nýjasta heimildamyndin sem Hanna Björk framleiðir, Jörðin undir fótum okkar í leikstjórn Yrsu Roca Fannberg, verður frumsýnd á RIFF.
Verðlaunaféð er 10.000 evrur eða rúmar 1,4 milljónir króna. Þau eru kostuð af sambandi danskra kvikmyndaframleiðenda, sambandi norskra kvikmyndaframleiðenda – Virke, sambandi finnskra kvikmyndaframleiðenda (APFI), Filmproducenternas Rättighetsförening (FRF) og Félagi kvikmyndagerðarmanna (FK).
Nordisk Panorama er ein helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn.













