Ingvar E. Sigurðsson hlaut um helgina sérstök dómnefndarverðlaun fyrir leik sinn í stuttmyndinni O (Hringur) á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Courts Circuit 66, sem er haldin í Pýraneafjöllunum á Spáni ár hvert.
Um síðustu helgi hlaut Ingvar einnig áhorfendaverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátiðarinnar í Bueu á Spáni fyrir sömu mynd.
Myndin hefur nú fengið alls 17 alþjóðleg verðlaun og er einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025 sem og í forval til Óskarsverðlaunanna 2026. Rúnar Rúnarsson leikstýrir og framleiðandi er Heather Millard.













