spot_img

Kynntu nýja teiknimyndaseríu á Cartoon Forum

Animation Studio Iceland, sem Heather Millard og Guðný Guðjónsdóttir fara fyrir, kynnti nýja teiknimyndaþætti fyrir börn á Cartoon Forum í Toulouse í vikunni við góðar undirtektir. 

Þættirnir kallast Alfie’s Alright og höfundur þeirra er Conor Leech, Íri sem búsettur er hérlendis.

Þættirnir eru kynntir svo á vef Cartoon Forum:

Lærðu allar réttu og röngu leiðirnar til að eignast vini! Fyndið og hrikalega skemmtilegt ævintýri um það að vera nýi krakkinn í undarlegum nýjum heimi! Ungur álfur flytur í borgina með nýfundinni fjölskyldu sinni og þarf að fóta sig í því að eignast vini, halda álfseðli sínu leyndu og komast að því hvað allt þetta undarlega mannfólk er að bralla.
Kynningarplakat fyrir þættina Alfie’s Alright.

Að sögn Heather voru viðbrögð frá alþjóðlegum kaupendum afar góð. Verkefnið fékk hæstu einkunn frá þeim sem gáfu endurgjöf, 5/5 fyrir hugmynd, 5/5 fyrir grafískan stíl, 5/5 fyrir markhóp og 5/5 fyrir markaðsmöguleika.

Animation Studio Iceland var stofnað árið 2023 til að styðja við framleiðslu Compass Films á teiknimyndaþáttaröðinni Ormhildur hin hugrakka sem áætlað er að verði sýnd á RÚV, NDR og KIKA í Þýskalandi, SVT, NRK, DR og Svenska YLE frá og með janúar 2026. Nú er framleiðslu þeirra þátta senn að ljúka.

Cartoon Forum er helsti kynningar- og samframleiðsluviðburður Evrópu fyrir teiknimyndaþætti.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR