Þættirnir kallast Alfie’s Alright og höfundur þeirra er Conor Leech, Íri sem búsettur er hérlendis.
Þættirnir eru kynntir svo á vef Cartoon Forum:

Að sögn Heather voru viðbrögð frá alþjóðlegum kaupendum afar góð. Verkefnið fékk hæstu einkunn frá þeim sem gáfu endurgjöf, 5/5 fyrir hugmynd, 5/5 fyrir grafískan stíl, 5/5 fyrir markhóp og 5/5 fyrir markaðsmöguleika.
Animation Studio Iceland var stofnað árið 2023 til að styðja við framleiðslu Compass Films á teiknimyndaþáttaröðinni Ormhildur hin hugrakka sem áætlað er að verði sýnd á RÚV, NDR og KIKA í Þýskalandi, SVT, NRK, DR og Svenska YLE frá og með janúar 2026. Nú er framleiðslu þeirra þátta senn að ljúka.
Cartoon Forum er helsti kynningar- og samframleiðsluviðburður Evrópu fyrir teiknimyndaþætti.













