2,009 gestir sáu Eldana um opnunarhelgina, en alls 3,005 með forsýningu. Þetta er svipuð opnunaraðsókn og hjá nýlegum myndum á borð við Guðaveigar og Ljósvíkinga.
Með fyrirvara um að ekki er endilega beint samhengi milli opnunarhelgar og heildarfjölda gesta, má ætla að myndin geti endað með heildar gestafjölda vel á annan tug þúsunda.
628 gestir sáu Ástin sem eftir er í vikunni, en alls nemur heildaraðsókn 6,806 manns eftir fimmtu sýningarhelgi.
Aðsókn á íslenskar myndir 8.-14. september 2025
| VIKUR | MYND | AÐSÓKN (SÍÐAST) | ALLS (SÍÐAST) |
| Ný | Eldarnir | 2,009 (helgin) | 3,005 (með forsýningu) |
| 5 | Ástin sem eftir er | 628 (1,127) | 6,806 (6,178) |
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)













