Magnús skrifar:
Ástin sem eftir er er fyndin, hjartnæm og óhefðbundin mynd um það hvernig fjölskylda jafnar sig á skilnaði og venst nýjum raunveruleika. Hún er líka krefjandi bútasaumsteppi sem manni finnst á köflum einblína á ranga hluti og draga frá kjarna myndarinnar.
Leikhópurinn er einn sá allra sterkasti sem ég man eftir í langan tíma í íslenskri kvikmynd. Saga Garðars virðist fædd fyrir hvíta tjaldið með sinn gríðarlega presens, Sverrir Guðna er sannfærandi sem aumkunarverður og frústreraður faðir en það eru krakkarnir þrír, Ída, Grímur og Þorgils, sem heilla mann hvað mest.
Ástin er ekki fyrir alla, þrettán ára fótboltastrákur úr Garðabænum er vís til að fara út í hléi (sem ég frétti af), en hún inniheldur akkúrat það sem íslenskar myndir skortir alltof oft: vandaða kvikmyndagerð, eðlileg vel skrifuð samtöl, ferskar pælingar og góðan húmor.
Smellið á heimildarhlekkinn að neðan til að lesa dóminn í heild sinni.













