Vísir birtir stikluna og þar segir:
Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.
Ástin sem eftir er fjallar um ár í lífi fjölskyldu. Foreldrarnir hafa nýverið slitið sambúð en fjölskyldan lifir engu að síður venjulegu fjölskyldulífi. Áhorfendur fylgjast með fjölskyldunni ganga í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla breyttan veruleika.
Myndin verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi en í aðalhlutverkum eru Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkin Hlynsdóttir og tvíburabræðurnir Þorgils og Grímur Hlynssynir.













