spot_img

[Stikla] ÁSTIN SEM EFTIR ER frumsýnd 14. ágúst

Fyrsta stiklan úr Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason er komin út.

Vísir birtir stikluna og þar segir:

Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Ástin sem eftir er fjallar um ár í lífi fjölskyldu. Foreldrarnir hafa nýverið slitið sambúð en fjölskyldan lifir engu að síður venjulegu fjölskyldulífi. Áhorfendur fylgjast með fjölskyldunni ganga í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla breyttan veruleika.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi en í aðalhlutverkum eru Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkin Hlynsdóttir og tvíburabræðurnir Þorgils og Grímur Hlynssynir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR