Hjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson hlutu heiðursverðlaun ÍKSA og Gunnur Martinsdóttir Schlüter var valin uppgötvun ársins.
Leikari ársins í aðalhlutverki var Egill Ólafsson fyrir leik sinn í Snertingu og þá hlaut Pálmi Kormákur Edduna sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir sömu mynd. Elín Hall var valin leikkona ársins fyrir leik sinn í Ljósbroti og meðleikari hennar Katla Njálsdóttir er leikkona ársins í aukahlutverki.
Geltu var valin barna- og unglingamynd ársins. Heimildamynd ársins er Fjallið það öskrar og heimildastuttmynd ársins er Kirsuberjatómatar. Stuttmynd ársins er O (Hringur) og erlenda kvikmynd ársins er Elskling.
Horfa má á útsendingu RÚV hér.
Edduverðlaunahafar og tilnefningar eru sem hér segir (sigurvegarar feitletraðir):
KVIKMYND ÁRSINS:
Ljósbrot / Compass / Heather Millard / Rúnar Rúnarsson
Ljósvíkingar / Kvikmyndafélag Íslands / Júlíus Kemp / Ingvar Þórðarson
Snerting / RVK Studios / Agnes Johansen / Baltasar Kormákur / Mike Goodridge
HEIMILDAMYND ÁRSINS:
Fjallið það öskrar / Majestic Productions / Daniel Bjarnason / Þórunn Guðlaugsdóttir
Kúreki Norðursins, sagan af Johnny King / Republik / Halldór Hilmisson / Ada Benjamínsdóttir / Lárus Jónsson / Árni Þór Jónsson / Andri Freyr Viðarsson
The Day Iceland Stood Still / Krumma films / Hrafnhildur Gunnarsdóttir
HEIMILDASTUTTMYND ÁRSINS:
Kirsuberjatómatar / Rakel Andrésdóttir
Ómur jóla / Norður / Ágúst B. Wigum / Rúnar Ingi Einarsson
Vélsmiðja 1913 / Austan mána / Arnar Sigurðsson / Heimir Freyr Hlöðversson / Pétur Þór Ragnarsson / Elfar Logi Hannesson / Marsibil G. Kristjánsdóttir
STUTTMYND ÁRSINS:
Fár / Norður / Rúnar Ingi Einarsson / Sara Nassim
Flökkusinfónía / Akkeri films / Hanna Björk Valsdóttir
O / Compass / Heather Millard / Rúnar Rúnarsson
BARNA- OG UNGLINGAMYND ÁRSINS:
Geltu / Ofbeldisforvarnarskólinn / Lea Ævarsdóttir / Anna Sæunn Ólafsdóttir
Heimavist / Dýnamík stúdíó / Guðjón Ragnarsson
Kirsuberjatómatar / Rakel Andrésdóttir
ERLEND KVIKMYND ÁRSINS:
All of us strangers / Samfilm
Elskling / Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís
Perfect Days / Heimili kvikmyndanna – Bíó Paradís
Poor Things / Samfilm
The Substance / Myndform
LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Björn Thors / Nokkur augnablik um nótt
Mikael Kaaber / Ljósbrot
Pálmi Kormákur / Snerting
LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI:
Katla Njálsdóttir / Ljósbrot
Sólveig Arnarsdóttir / Ljósvíkingar
Yoko Narahashi / Snerting
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Björn Jörundur Friðbjörnsson / Ljósvíkingar
Egill Ólafsson / Snerting
Þorsteinn Gunnarsson / Missir
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI:
Elín Hall / Ljósbrot
Helga Braga Jónsdóttir / Topp 10 möst
Vigdís Hrefna Pálsdóttir / Nokkur augnablik um nótt
HANDRIT ÁRSINS:
Rúnar Rúnarsson / Ljósbrot
Snævar Sölvason / Ljósvíkingar
Ólafur Jóhann Ólafsson & Baltasar Kormákur / Snerting
KLIPPING ÁRSINS:
Andri Steinn Guðjónsson / Ljósbrot
Jussi Rautaniemi / Natatorium
Sigurður Eyþórsson / Snerting
KVIKMYNDATAKA ÁRSINS:
Sophia Olsson / Ljósbrot
Kerttu Hakkarainen / Natatorium
Bergsteinn Björgúlfsson / Snerting
LEIKSTJÓRI ÁRSINS:
Rúnar Rúnarsson / Ljósbrot
Snævar Sölvason / Ljósvíkingar
Baltasar Kormákur / Snerting
BRELLUR ÁRSINS:
Jörundur Rafn Arnarson, Christian Sjostedt & Lea Benjovitz / Ljósbrot
Árni Gestur Sigfússon / Ljósvíkingar
Michael Denis / Missir
HLJÓÐ ÁRSINS:
Agnar Friðbertsson & Birgir Tryggvason / Ljósvíkingar
Björn Viktorsson / Natatorium
Kjartan Kjartansson / Snerting
TÓNLIST ÁRSINS:
Kristján Sturla Bjarnason / Fjallið það öskrar
Magnús Jóhann / Ljósvíkingar
Högni Egilsson / Snerting
BÚNINGAR ÁRSINS:
Helga Rós Hannam / Ljósbrot
Arndís Ey / Ljósvíkingar
Margrét Einarsdóttir / Snerting
GERVI ÁRSINS:
Evalotte Oosterop / Ljósbrot
Tinna Ingimarsdóttir / Natatorium
Ásta Hafþórsdóttir / Snerting
LEIKMYND ÁRSINS:
Hulda Helgadóttir / Ljósbrot
Snorri Freyr Hilmarsson / Natatorium
Sunneva Ása Weisshappel / Snerting
Heiðursverðlaun Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hlutu hjónin Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson fyrir hið afar merka, fjölbreytta og mikilvæga framlag sitt til íslenskrar kvikmyndalistar.
UPPGÖTVUN ÁRSINS:
Gunnur Martinsdóttir Schlüter