O (HRINGUR) fær tvenn alþjóðleg verðlaun

Um síðustu helgi hlaut stuttmyndin O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar tvenn alþjóðleg kvikmyndaverðlaun.

Á kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litháen var myndin valin sú besta í flokki stuttra mynda.

Í umsögn dómnefndar segir:

“Við höfum verið svo heppin að horfa á kvikmynd sem snerti okkur djúpt og skyldi eftir tilfinngar hjá okkur í langan tíma á eftir. Við töldum þessa mynd vera afrek í notkun á klassísku kvikmyndatungumáli og hvernig það er notað til að kafa djúpt niður í hringiðu fíknarinnar.”

Einnig hlaut O (Hringur) verðlaun kvikmyndagagnrýnenda í Québec í Kanada á REGARD, the Saguenay alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni.

O (Hringur) var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan. Eru þetta sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025.

Með aðalhlutverkið í myndinni fer Ingvar E. Sigurðsson og er hún framleidd af Heather Millard.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR