Myndin hefur verið seld til Ítalíu, Benelux landanna, Spánar, Póllands, Eystrasaltslandanna, Grikklands, Frakklands, Danmerkur og Svíþjóðar. Viðræður standa yfir um dreifingu í Noregi og Finnlandi.
Ástin sem eftir er fangar á nærfærinn hátt eitt ár í lífi fjölskyldu, þegar foreldrarnir ganga í gegnum skilnað. Í gegnum fjórar árstíðir sýnir myndin bæði gáskafull og hjartnæm augnablik og hinn sætbeiska kjarna fölnaðrar ástar og sameiginlegra minninga.
Saga Garðarsdóttir, Sverrir Guðnason, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Þorgils Hlynsson og Grímur Hlynsson fara með helstu hlutverk.