SNERTING var mest sótta íslenska myndin 2024

Snerting Baltasars Kormáks var langmest sótt af íslenskum kvikmyndum í bíói 2024, en einnig sú tekjuhæsta þegar allar myndir eru taldar. Tíu íslenskar bíómyndir voru frumsýndar 2024 miðað við 8 árið 2023. Heildaraðsókn dregst saman milli ára.

Heildaraðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2024 nam 102.451 gestum miðað við 146.577 gesti árið 2023. Þetta er um 43% samdráttur milli ára. Ekki er óalgengt að slíkar sveiflur séu milli ára og telst árið nálægt meðallagi hvað varðar aðsókn á íslenskar kvikmyndir. Um 44% heildaraðsóknar var á eina mynd, Snertingu.

Heildartekjur námu rúmum 212 milljónum króna miðað við 287,7 milljónir árið 2023.

Snerting er mest sótta bíómyndin með með tæplega 45 þúsund gesti. Hún er jafnframt tekjuhæsta kvikmyndin í íslenskum bíóum 2024.

Markaðshlutdeild íslenskra kvikmynda af heildaraðsókn er 11,3% miðað við rúm 14,5% í fyrra, sem var óvenju hátt hlutfall. 

Meðalaðsókn á íslenskar bíómyndir 2024 er 10.744 gestir miðað við 18.322 gesti árið 2023, sem einnig var mun hærra hlutfall en mörg undanfarin ár. 

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2024. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem er ákvörðun Klapptrés.

TITILL  DREIFING  TEKJUR  AÐSÓKN
1 Snerting Sena 100.615.485 kr 44.881
2 Ljósvíkingar Sena 38.589.893 kr 17.260
3 Fullt hús Myndform 35.980.795 kr 17.028
4 Ljósbrot  Samfilm 13.148.690 kr 6.322
5 Topp tíu möst Sena 10.864.268 kr 5.183
6 Guðaveigar*** Myndform 8.209.014 kr 3.818
7 Sérsýningar 2024* Bíó Paradís 7.416.430 kr 5.723
8 Natatorium Sena 984.700 kr 1.092
9 Einskonar ást Sena 800.763 kr 581
10 Missir Sena 390.802 kr 528
11 Tilverur** Samfilm 56.812 kr 29
12 Jólamóðir** Samfilm 6.570 kr 6
13 Eftirleikir Myndform Ekki vitað Ekki vitað
SAMTALS 217.064.222 kr 102.451
MEÐALAÐSÓKN 10.744
HEIMILD: FRÍSK | *Heimildamyndir | **Frumsýndar 2022 og 2023, tölur 2024 | ***Enn í sýningum. Tölur 2024.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR