[Stikla] Feðgin þurfa að finna nýja leið fram á við í kjölfar áfalls í FJALLINU

Fjallið eftir Ásthildi Kjartansdóttur verður frumsýnd 6. febrúar næstkomandi. Hér má sjá stiklu myndarinnar.

Hörmulegt slys setur líf feðgina á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.

Með helstu hlutverk fara Björn Hlynur Haraldsson, Ísadóra Bjarkardóttir Barney, Sólveig Guðmundsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Anna Svava Knútsdóttir, Vilberg Andri Pálsson, Björn Stefánsson og Bergur Ebbi Benediktsson.

Ásthildur skrifar handrit og leikstýrir. Framleiðandi er Anna G. Magnúsdóttir fyrir Film Partner Iceland ehf og meðframleiðandi er Anders Granström fyrir Little Big Productions í Svíþjóð. Bergsteinn Björgúlfsson stýrir kvikmyndatöku og Stefanía Thors annast klippingu. Gunnar Árnason sér um hljóðhönnun og myndvinnsla & VFX var í höndum Bjarka Guðjónssonar. Leikmyndahönnuður var Sólrún Ósk Jónsdóttir og Rebekka Jónsdóttir hannaði búninga.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR