Bíó Paradís hlýtur Samfélagslampa Blindrafélagsins

Stjórn Blindrafélagsins veitti Bíó Paradís Samfélagslampann á dögunum „fyrir brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum,“ segir í tilkynningu.

Segir einnig að Bíó Paradís hafi lyft grettistaki í að stórbæta aðgengi fatlaðs fólks að bíóinu. Bíó Paradís hefur verið frumkvöðull í því að sýna myndir með íslenskri sjónlýsingu í gegnum smáforritið MovieReading.

Sjónlýsingar hafa verið að ryðja sér til rúms víða erlendis, en þær opna aðgengi blindra og sjónskertra að margskonar viðburðum og stórbæta upplifun þeirra. Sjónlýsing lýsir í töluðu máli því sem fyrir augu ber.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR