Fyrir skömmu ræddi Baltasar við Deadline um Snertingu í tengslum við þátttöku myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Taormina á Ítalíu.
Hann ber meðal annars saman fyrstu bíómynd sína, 101 Reykjavík (2000) við Snertingu. Sú fyrrnefnda var „svört gamanmynd um ástina,“ en Snerting er „mun einlægari nálgun á ástina og lífið,“ segir hann.
Hann nefnir einnig að hann hafi kveikt strax á efnivið Snertingar, bókar Ólafs Jóhanns Ólafssonar, en síðar áttað sig á því að hann hefði sérstaka persónulega tengingu við söguna.
Myndin fjallar um ekkjumanninn Kristófer (Egil Ólafsson), sem eftir að hafa greinst með heilabilun á frumstigi í upphafi Covid-faraldursins, fer frá Íslandi í von um að leysa stærstu ráðgátu lífs síns, hvað orðið hafi um japanska kærustu hans, Miko, sem hann kynntist í London fimm áratugum fyrr, en hvarf síðan skyndilega og skýringalaust.
Baltasar lýsir því hvernig foreldrar hans kynntust á svipaðan hátt. Móðir hans var að vinna „á eina kaffihúsinu í Reykjavík“ meðan listamaðurinn faðir hans, sem fæddist í Barcelona, en hafði flúið Spán Franco tímans, var að vinna sem sjómaður á Íslandi. Þegar hann kom til Reykjavíkur var kaffihúsið þar sem móir hans vann eini staðurinn þar sem faðir hans gat tengst öðrum listamönnum. Þarna hafi hann hitt draumastúlkuna og átján dögum síðar voru þau trúlofuð. Baltasar þennan tilviljankenna samfund foreldra sinna „sýna hvernig örlagaríkar ákvarðanir séu stundum teknar á örskotsstundu – öll tilvera mín byggist á þessu eina augnabliki.