Bong Joon Ho spjallar við gesti RIFF gegnum fjarfundabúnað

Suður-kóreski leikstjórinn Bong Joon-ho tekur við heiðursviðurkenningu RIFF fyrir framúrskarandi listfengi eftir sýningu á skrímslamynd sinni The Host í Háskólabíói í kvöld. Bong mun ekki eiga heimangengt en mun spjalla við gesti gegnum fjarfundarbúnað.

Frédéric Boyer stýrir umræðunum og verður tengiliður gesta í sal við Bong, en einnig verður kóreskur túlkur á línunni sem miðlar spurningum beint til leikstjórans.

The Host er sýnd klukkan 19:45 í Háskólabíó 1 og verðlaunaafhendingin hefst beint í kjölfarið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR