spot_img

RIFF hefst í dag

RIFF hefst í dag og stendur til 6. október. 

Þetta er í 21. skiptið sem hátíðin fer fram, en hún var fyrst haldin 2004. Háskólabíó er meginvettvangur RIFF í ár.

Opnunarmynd hátíðarinnar er Elskuleg (Elskling), sem Variety segir einstaka frumraun og „egghvasst tilfinningadrama“ íslensk-norsku kvikmyndagerðarkonunnar Lilju Ingólfsdóttur. Á undan henni verður stuttmyndin 1000 orð eftir Erlend Sveinsson sýnd, samnefnd hljómplötu tónlistarfólksins Birnis og Bríetar.

Þýska leikkonan Nastassja Kinski verður heiðruð fyrir ævistarf sitt á hátíðinni í kvöld, en hún kom til landsins í gær og mun verða með meistaraspjall í Norræna húsinu á morgun kl. 16:00, þar sem hún ræðir feril sinn.

Alls verða 82 kvikmyndir í fullri lengd sýndar í ár, auk mikils fjölda stuttmynda. Íslensk verk eru alls 47, en samtals eru verkin frá 65 löndum. Alls eru 30 heimsfrumsýningar á RIFF í ár og 36 Norðurlandafrumsýningar.

Dagskrárbækling má skoða að neðan:

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR