Myndin fjallar um gamlan íslenskan kántrýsöngvara sem er á krossgötum í lífinu og þarf um leið að gera upp fortíðina. Árni Sveinsson leikstýrir myndinni sem vann Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2024.
Myndirnar frá Skjaldborg, sem og sigurmynd IceDocs hátíðarinnar á Akranesi verða sýndar allan daginn í Bíó Paradís laugardaginn 14. september. Kúreki norðursins verður síðan áfram í sýningum og verður einnig sýnd á Selfossi og Akureyri.
Smelltu hér að neðan til að skoða dagskrána:
Hér að neðan má skoða Klapptrésklippu frá síðustu Skjaldborgarhátíð þar sem meðal annars er fjallað um þessa mynd.