[Stikla] KÚREKI NORÐURSINS frumsýnd í Bíó Paradís ásamt heimildamyndum frá Skjaldborg og IceDocs

Kúreki norðursins: sagan af Johnny King eftir Árna Sveinsson verður sýnd í Bíó Paradís frá 14. september. Myndin var frumsýnd á Skjaldborg í vor.

Myndin fjallar um gamlan íslenskan kántrýsöngvara sem er á krossgötum í lífinu og þarf um leið að gera upp fortíðina. Árni Sveinsson leikstýrir myndinni sem vann Ljóskastarann, dómnefndarverðlaun Skjaldborgar 2024.

Myndirnar frá Skjaldborg, sem og sigurmynd IceDocs hátíðarinnar á Akranesi verða sýndar allan daginn í Bíó Paradís laugardaginn 14. september. Kúreki norðursins verður síðan áfram í sýningum og verður einnig sýnd á Selfossi og Akureyri.

Smelltu hér að neðan til að skoða dagskrána:

Heimildamyndaveisla Skjaldborgar og IceDocs

Hér að neðan má skoða Klapptrésklippu frá síðustu Skjaldborgarhátíð þar sem meðal annars er fjallað um þessa mynd.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR