Bong Joon Ho heiðursgestur RIFF í ár

Suður-kóreski leikstjórinn Bong Joon Ho verður heiðursgestur RIFF í ár. Tvær mynda hans, Mother og The Host, verða sýndar á hátíðinni og mun hann ávarpa áhorfendur í lok þeirrar síðarnefndu og svara spurningum úr sal.

Bong Joon Ho er meðal kunnustu leikstjóra heims. Hann hlaut þrenn Óskarsverðlaun 2020 fyrir mynd sína Parasite, sem hlotið hafði Gullpálmann í Cannes árið áður. Meðal annarra kunnra mynda hans eru Mother, The Host, Memories of Murder og Snowpiercer þar sem Tómas Lemarquis fór með eitt af helstu hlutverkunum ásamt meðal annars Tilda Swinton og John Hurt. Tvær þær fyrstnefndu verða sýndar á RIFF, sem hefst 26. september og stendur til 6. október.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR