Sýningar hefjast á LJÓSVÍKINGUM

Ljósvíkingar eftir Snævar Sölvason er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag.

Myndin fjallar um tvo gamla vini á Ísafirði sem fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring. Á sama tíma kemur annar þeirra út úr skápnum sem trans kona.

Með helstu hlutverk fara Arna Magnea Danks og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Snævar Sölvason skrifar handrit og leikstýrir. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kisa og Neutrinos Productions.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR