spot_img

LJÓSBROT í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson er meðal 29 bíómynda sem verða í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Þetta var tilkynnt í morgun.

Myndin var opnunarmynd Un Certain Regard flokksins á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor og hlaut þar afar góðar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Hún hefur síðan unnið til fernra alþjóðlegra verðlauna.

Von er á fleiri myndum í forvalið í september. Tilnefningar verða kynntar þann 5. nóvember.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Lucerne í Sviss 7. desember næstkomandi.

Ljósbrot verður frumsýnd á Íslandi 28. ágúst.

Myndirnar í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR