spot_img

Tvenn verðlaun í viðbót til LJÓSBROTS

Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson hlaut alls þrenn alþjóðleg kvikmyndaverðlaun um síðustu helgi.

Klapptré hefur þegar skýrt frá leikstjórnarverðlaunum myndarinnar á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu, en sömu helgi fékk myndin einnig tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni Cinehill í Króatíu, annarsvegar aðalverðlaun hátíðarinnar og hinsvegar verðlaun gagnrýnenda.

Danilo Šerbedžija, formaður dómnefndar sagði að

“dómnefndin fagnar myndinni fyrir ljóðræna og hógværa kvikmyndalist. Fyrir fíngerðan leik og frásagnarlist, þar sem tekist er á við óvænt drama með þeim hætti að sagan og frumlegar persónur fanga áhorfendur.”

Alþjóðleg samtök kvikmyndagagnrýnenda veitu einnig kvikmyndinni verðlaun. Formaður dómnefndar, Mike Naafs, lét eftirfarandi orð falla við verðlaunaafhendinguna:

“Þessi einkar tilfinningaþrungna og áhrifaríka mynd heillaði okkur með frábærri leikstjórn auk þess hvernig myndin skapar lástemmt en harmþrungið andrúmsloft og áhugaverða aðalpersónu. Sterk skilaboð sem benda áhorfandanum á að skyndilegt högg örlaganna geti breyta lífi fólks að eilífu.”

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR