Sagt er frá þessu á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.
Þetta var annað árið í röð sem Eðvarð er tilnefndur til verðlaunanna, en hann, ásamt Páli Ragnari Pálssyni, hlaut tilnefningu fyrir tónlistina við kvikmyndina Skjálfta í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur árið 2023.
Þetta er í fjórða sinn sem íslenskt kvikmyndatónskáld hlýtur verðlaunin. Davíð Þór Jónsson hlaut þau síðast, árið 2019, fyrir tónlistina í Kona fer í stríð og Daníel Bjarnason hlaut þau árið 2018 fyrir tónlistina í Undir trénu. Atli Örvarsson hlaut verðlaunin árið 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Hrútar. Jóhann Jóhannsson hlaut sama ár heiðursverðlaun.
Eðvarð er tilnefndur til Edduverðlaunanna í ár fyrir sama verk. Myndin, sem er eistnesk/frönsk/íslensk samframleiðsla, er einnig tilnefnd sem heimildamynd ársins og fyrir leikstjórn, hljóð, kvikmyndatöku og klippingu.
Samtök norrænna kvikmyndatónskálda stofnuðu til Hörpu-verðlaunanna árið 2009 með það að markmiði að beina kastljósinu að norrænu hæfileikafólki á sviði kvikmyndatónlistar og leiklistar.