Vinsælustu bíómyndirnar 2023, þrjár íslenskar á topp tíu

Barbie eftir Greta Gerwig er mest sótta mynd ársins 2023 í íslenskum kvikmyndahúsum, en Villibráð Elsu Maríu Jakobsdóttur er í 2. sæti. Tvær aðrar íslenskar myndir, Napóleonsskjölin og Kuldi eru á topp tíu listanum. Aðsókn eykst um tæpan fimmtung milli ára en nemur 79% af aðsókninni árið 2019.

Heildartekjur aukast um þriðjung frá fyrra ári

Heildartekjur jukust hressilega í fyrra eða um þriðjung miðað við fyrra ár. Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 2023 1.696.182.525 krónum, sem er um 32,5% hækkun frá 2022.

Aðsókn nam alls 1.003.602 gestum, sem er um 18,7% aukning frá 2022.

Heildaraðsókn 79% af 2019

2023 er fyrsta árið síðan 2019 þar sem kvikmyndahúsin sættu ekki tímabundnum takmörkunum vegna Covid faraldursins. Heildaraðsóknin 2023 nemur rétt rúmum 79% af heildaraðsókn 2019. Um mitt árið var aðsóknin komin fast að 90% af aðsókninni fyrir sama tímabil 2019, en árið endar svona vegna þess að flestar myndanna sem fengu mesta aðsókn voru frumsýndar á fyrri helmingi ársins, en þó einnig um sumarið.

Tímabilið í heild lítur þá svona út, skipt eftir árum:

2020: 40% af 2019.
2021: 60% af 2019.
2022: 66% af 2019.
2023: 79% af 2019.

Þetta verður síðasta skiptið þar sem Klapptré ber saman aðsókn viðkomandi árs við tölur frá 2019.

20 vinsælustu myndirnar 2023

Lista yfir tuttugu vinsælustu kvikmyndirnar á árinu 2023 má sjá hér að neðan. FRÍSK raðar myndum ávallt raðað eftir tekjum en ekki aðsókn. Þetta er gert til þess að hlutfall boðsmiða eða afsláttarmiða í umferð hafi ekki áhrif á uppröðun kvikmynda. Alls voru sýndar 141 kvikmyndir í bíóum 2023. Eins og sjá má af listanum hér að neðan tóku efstu 20 myndirnar vel yfir helming af allri aðsókn.

HEIMILD: FRÍSK.

SÆTI TITILL DREIFING TEKJUR AÐSÓKN
1 Barbie Samfilm 134.840.766 kr 80.072
2 Villibráð Sena 114.971.434 kr 56.236
3 Oppenheimer Myndform 76.440.595 kr 41.415
4 The Super Mario Bros. Movie Myndform 72.523.627 kr 52.735
5 Kuldi Sena 61.256.065 kr 29.700
6 Napóleonsskjölin  (Operation Napoleon) Samfilm 59.864.296 kr 29.338
7 Avatar: The Way of Water Samfilm 57.274.911 kr 31.281
8 Guardians of the Galaxy – Vol. 3 Samfilm 51.777.091 kr 30.296
9 Spider-man: Across the Spider-verse Sena 48.540.377 kr 29.529
10 Paw Patrol – The Mighty Movie (2023) Samfilm 47.528.592 kr 31.195
11 Indiana Jones and the Dial of Destiny Samfilm 38.708.358 kr 21.555
12 Mission Impossible: Dead Reckoning – Part 1 Samfilm 33.144.681 kr 18.358
13 Puss in Boots: The Last Wish Myndform 31.038.160 kr 22.436
14 Elemental Samfilm 28.935.762 kr 20.227
15 The Little Mermaid (2023) Samfilm 28.560.750 kr 18.376
16 Sena – sérsýningar 2023 – ERLENT Sena 27.434.450 kr 11.841
17 Trolls Band Together Myndform 26.799.423 kr 18.091
18 Napoleon Sena 24.479.246 kr 12.929
19 Dungeons & Dragons: Honor Among Thieves Samfilm 23.859.669 kr 13.692
20 John Wick: Chapter 4 Myndform 23.852.541 kr 14.682
SAMTALS 583.984
HEILDARAÐSÓKN 2023 1.003.602
HEILDARTEKJUR 2023 1.696.182.525 kr
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR