Heimildamyndin Hristur og fjaðrafok eftir Torfa Þór Runólfsson verður frumsýnd í Bíó Paradís 9. nóvember.
Segir í kynningu:
Burlesque í Reykjavík er, fyrir flesta, furðulegur menningarkimi. Innan hans er enginn spéhræddur, feiminn né hljóðlátur. Fíflagangur er miðlægur en áhrif listformsins á fjöllistafólkið er mótandi til frambúðar. Hristur og fjaðrafok býður áhorfendum í skoðunarferð um þennan heim. Hann er greindur út frá sýn þriggja fjöllistamanna, sem eru stólpar í sinni senu. Af hverju hefur listrænn strípidans með kómísku ívafi teygt anga sína út um alla veröld? Fram koma: Margrét Maack, Gógó Starr, Bobbie Michelle/ Húllastelpan.