Heimildamyndin Baráttan um Ísland er í tveimur hlutum og fjallar um uppgjörið eftir bankahrunið 2008. Fyrri hlutinn er á dagskrá RÚV í kvöld en sá seinni verður sýndur annað kvöld.
Verkið tekur á ótrúlegum eftirmálum hrunsins, þar sem bankaleynd var aflétt og víðtækar rannsóknir hófust á því hvernig þrír stærstu bankar landsins fóru í þrot. Rætt er við stjórnmálamenn, hagfræðinga, saksóknara, rannsakendur og bankamenn. Hafa 15 ár af rannsóknum og hundruð lögsókna leitt okkur að sannleikanum?
Margrét Jónasdóttir leikstýrir ásamt Jakobi Halldórssyni og Bosse Lindquist. Sagafilm framleiðir.